-

  • (47)
  • (44)
  • (34)
  • , , (27)
  • , (25)
  • (25)
  • (22)
  • (17)
  • (13)
  • (12)
  • , , (6)
  • (2)
  • (0)

 -

 - e-mail

 

 -

 -

 LiveInternet.ru:
: 25.07.2006
:
:
: 1302

:


Poetry

, 07 2007 . 14:28 +
Abegal_Brou




 

- , , .
:
  - -
, , .
- , .

, .


,

.


,
. (1963)

( , , ., 1976)

Einar Benediktsson (1864-1940) (1864-1940)
Norðurljós . (. .)

Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn
en drottnanna hasal í vafurloga?
Sjá grund og vog undir gullhvelfdum boga!
Her getur nú unað við spil og vín?
Sjálf mold er hrein eins og mær við lín,
mórkar í haustsins visnu rósum.
Hvert sandkorn í loftsins litum skín
og lækirnir kyssast í silfurrósum.
Við ítheimsins skaut er allt eldur og skraut
af iðandi norðurljósum.

Frá sjönda himni að Ránar rönd
stiga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum,
en ljóshafsins öldur með fjúkandi földum,
falla og ólga við skuggaströnd.
Það er eins og leikið sé huldri hönd
hringspil með glitrandi sportum og baugum. -
Nú mænir allt dauðlegt á lífsins lönd
frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum,
og hrímklettar stara við hljóðan mar
til himins með kristallsaugum.

Nú finnist mér það allt svo lítið og lágt,
sem lifað er fyrir og barizt er móti,
þó kasti þeir grjóti og hati og hóti
við hverja smásál ég er í sátt.
Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt.
Nú brosir hver stjarna þótt vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í æðri átt.
Nú andar guðs kraftur í duftsins líki.
Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt
vorn þegnrétt í ljóssins ríki. -

Hve voldugt og djúpt er himinsins haf
og hásigldar snekkjur sem leiðina þreyta.
Að höfninni leita þær, hvort sem þær beita
í horfið - eða þær beygja af.
En aldrei sá neinn þann sem augað gaf
- og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar,
með beygðum knjám og með bænastaf
menn bíða við musteri allrar dýrðar.
En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið
og hljóðun sá andi sem býr þar.


?
!
...   ?
- -
, .
, , ,
,
,
.


,

.
, ,
,
, ,
,

.

, ,
, , !
- -
, .
!
- , -
.
,
, ,
, .

,
- , ,
,
,

, .
, , ,
,
-
.

 

Stefán frá Hvítadal

 

[ ] (1887-1933)

Vorsól (. .)
Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til fjalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
    Glóir sól um höf og lönd
Viltu ekki, löngun, leiða
    litla barnið þér við hönd?

Nú finn ég vorsins hieiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
    barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
    þegar blessuð sólin skín.

Í vetur gat ég sagt með sanni:
Svart er yfir þessu ranni.
Sérhvert gleðibros í banni,
    blasir næturauðnin við.
- Drottinn, þá er döprum manni
    dýrsta gjöfin sólskinið!

Nú er hafinn annar óður.
Angar lífsins Berurjóður.
Innra hjá mér æskugróður.
    Óði mínum létt um spor.
Ég þakka af hjarta, guð minn góður,
    gjafar þínar, sól og vor.

Hillir uppi öldufalda.
Austurleiðir vil ég halda.
Seztu, æskuvon, til valda,
    vorsins, bláa himni lík.
Ég á öllum gott að gjaæda,
    gleði mín er djúp og rík.


.
?
    , !

    ?

- .
.

    !
, ,
    .

, ,
,
, ,
    , ...
! -
    .

,
- ,
,
    , .
, , , -
    .

.
, !
,
    !
,
    !

 

Tómas Guðmundsson (1901)

 

(1901)

Haustnótt (. .)
Mánaljós og silfur um safírbláa voga!
Og senn er komin nótt. -
Það skelfur eins og strngur sé strokinn mjúkum boga,
og stjörnuaugum loga
á djúpsins botni demantskært og rótt.

En bráðum rísa vindar við yztu sævarósa,
um unn og strendur lands.
Og bylgjuföxin rísa sem beðir hvítra rósa,
og boðar norðurljósa
í perluhvítum stormi stíga dans.

En fjærst í dýpstu myrkur og lengra en augað eygi,
er aðrir sofa rótt,
á eirðarlausum flótta um auða hafsins vegi
á undan nýjum degi,
fer stakur már um miðja vetrarnótt.

-.
.
- ,

- .

.
.
,

-.

- ,
,
,
, , ,
.

 

Guðmundur Böðvarsson (1904)

 

(1904)

Kyssti mig sól (. .)

Kyssti mig sól og sagði:
Sérðu ekki hvað ég skín?
gleymdu nú vetrargaddinum sára
gleymdu honum, ástin mín.
Nú er ég átján ára.

Þá dunaði haustsins harpa
í hug mínum þungan slátt.
Því spurði ég: Geturðu gleymt þessum rómi,
sem glymur hér dag og nátt
og býr yfir dauðadómi?

Því blaðmjúkra birkiskóga
bíður lauffall og sorg,
og vorhuga þíns bíða vökunætur
í vetrarins hljóðu borg.
Við gluggana frosna þú grætur.

Þá hló hún inn í mitt hjarta,
hár mitt strauk hún og kvað:
Horfðu í augu mín, ef þú getur,
ástin mín, gerðu það, -
og segðu svo: Það er vetur.

Þá sviku mig rökin, og síðan
syngur í huga mér
hinn hjúfrandi blær og hin hrynjandi bára,
hvar sem, hvar sem ég fer:
Nú er hún átján ára.

, , ,
: " ?
, , ,
, -
!"


.
: "

?


,
, ,
,
!"


:
" , , -
:
! !"


:
,
, -
!

 

Jón úr Vör (1917)

 

¸ [ ¸] (1917)

Sumarnótt (. .)

Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans
og fjöllin speglast í bládýpi rökkurs,
sem aldrei verður að nótt,
siglir ástin yfir bárulausan sjó,
bíður ung kona við þaragróna vík
og hlustar eftir blaki af árum.

Meðan æðarkollan sefur með höfuð undir væng,
fer sól yfir höf - vekur máf og kríu -
er enn hrundið báti úr vör,
gripið hörðum höndum um hlumma.

Árablöðin kyssa lygnan fjörð eins og hvítir vængir.

Þá eru hlunnar dregnir undan flæði
og beðið morguns og starfs,
án þess að gengið sé til hvílu.


,
,
,
,
.

, ;
- , -
, ,
.

- .

,
,
, .

 

Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

 

(1807-1845)

Gunnarshólmi (. .)

Skein yfir landi sól á sumarvegi
    og silfurbláan Eyjafjallatind
    gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mykla mynd
    hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
    í himinblámans fagurtærri lind.
Beljandi foss við hamrabláum hjalar
    á hengiflugi undir jökulrótum,
    þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
En hinumegin föstum standa fótum
    blásvörtum feldi búin Tindafjöll
    og grænu belti gyrð á dalamótum.
Með hjálminn skyggna, hvítri líkan mjöll,
    horfa þau yfir heiðarvötnin bláu,
    sem fjalla niður fagran Rangárvöll;
þar sem að una byggðar býlin smáu,
    dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
    Við norður rísa Heklu tindar háu,
Svell er á gnípu, eldur geisar undir;
    í ógna djúpi, hörðum vafin dróma,
    skelfing og dauði dvelja langar studir.
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma
    hrafntinnuþökin yfir svörtum sál.
    Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
    dunar á eyrum; breiða þekur bakka
    fullgróinn akur, fegurst engjaval
þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka
    glitaða blæju, gróna blómum smám,
    Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
    Blikar í lofti birkiþrasta sveimur,
    og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.

 Þá er til ferðar fákum snúið tveimur,
    úr rausnargarði hæstum undir hlíð,
    þangað sem heyrist öldufalla eimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð,
    sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
    þar sem hún heyrir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
    borðfögur skeið, með bundin segl við rá;
    skínandi trjóna gín mót sjávar grandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
    bræður af fögrum fósturjarðarströndum
    og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
    útlagar verða vinaraugum fjær;
    svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
Nú er á brautu borin vigur skær
    frá Hlíðarenda hám, því Gunnar ríður
    atgeirnum beitta búinn, honum nær
deyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
    og bláu saxi gyrður yfir grund -
    þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Svo fara báðir bræður enn um stund;
    skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti;
    Kolskeggur starir út á Eyjasund,
en Gunnar horfir hlíðarbrekku móti;
    hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
    óvina fjöld, þó hörðum dauða hóti,
"Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargróða,
    fénaður dreifir sér um græna haga,
    við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Hér vil ég una æfi minnar daga
    alla, sem guð mér sendir. Farðu vel,
    bróðir og vinur!" - Svo er Gunnars saga.

*
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðar ströndum
Grimmlegir féndur, fjárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel,
þar sem ég undrast enn á köldum söndum
lágan að sigra ógna bylgju ólma
algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
Þar sem að áður akrar huldu völl,
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáin hamra tröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndar kraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.


    -
    .
, ,
    ,
    - .

    , ,
    .

    -
    -;
,
    ,
    ,

    , .
   
; ;
   
    , ;

    - .
    :
, ,
   
   
-
    , .
   
;
    ;
    .


    ,
    ,
,
   
    ;
, ,
    , , ,
    .

   
    , ,
,
   - ,
    .
-
    , ,
    ;
- - ,
    , , -
    , .
;
    :
    ,
- ,
    , , ,
    .
" ,
    , ,
    , .
- ;
    . , ,
    !" - .

*
! ,
, !
,
.
, , ,
, , ,
  ,
!

,
,
, ,
, ,
, ...
, -
.

 

Matthías Jochumsson (1835-1920)

 

(1835-1920)

Þjóðsöngur Íslands (. .)
Ó, guð vors lands, ó, lands vors Guð!
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn, og deyr,
    Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar-smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn, og deyr.

Ó, guð! ó, guð! vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
Guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns
og vér kvökum vort helgasta mál,
vér kvökum  og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól;
vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól,
    Íslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! ó, lands vors guð!
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá;
ó, ver þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut,
og á kvöldin vor hímneska hvíld og vor hlíf,
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
    Íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkisbraut.

, ! -
, .

.
- ,
- ,
- -
.

, ,
, ,
,
, .
,
,
,
.
    ! -
,
.

, !
, ,
, ,
.
, ,
- , ,
- , , ,
!
    ! -
, ,
.

,


1

: [1] []
_finka_   , 09 2007 . 02:52 ()
!!! !!! !!!
   
Abegal_Brou   , 11 2007 . 20:43 ()
_finka_, de rien
   
RagnarSceldunson   , 13 2007 . 20:07 ()
...
   
Angelina_Rocksham   , 03 2007 . 19:58 ()
   
Tellurium   , 04 2007 . 17:39 ()
...
   
: [1] []
 

:
: 

: ( )

:

  URL